Um 17% krafna í lánasafni Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru afskrifaðar árlega. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn finna fyrir því að fólk eigi erfiðara með að standa í skilum en áður og að áhrifa í formi aukinna afskrifta gæti þegar. Lánasafnið sé viðkvæmt fyrir ytri þáttum í samfélaginu.
Rúmlega 12.200 manns fengu útgreidd námslán á síðasta ári og eru 81% þeirra í námi hérlendis. Þeim sem skulda sjóðnum meira en 12,5 milljónir króna hefur fjölgað hratt á síðustu fimm árum. Í mörgum tilfellum endist fólki ekki starfsævin til þess að greiða af námslánum sínum.