Mjólkursamsalan mun flytja aftur út einn þriðja af því smjöri sem flutt var til landsins fyrir jólin. 80 tonn voru nýtt við framleiðslu á ostum en 40 tonn liggja enn á hafnarbakkanum, ótollafgreidd.
Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar, segir að innflutningurinn hafi verið ríflegur til þess að tryggja hráefni í allar vörur sem MS hefur á boðstólum og anna eftirspurn annarra fyrirtækja í matvælavinnslu. Bændur hafi tekið vel hvatningu um að auka framleiðsluna og nú segir Egill ljóst að ekki sé þörf fyrir það sem eftir sé af innflutta smjörinu.