Lögreglan fékk fyrir nokkru síðan tilkynningu um atvik þar sem ungur eiginmaður hafði slasaðist við viðgerð á uppþvottavél. Lögregla hraðaði sér á vettvang en þegar hún kom á staðinn, lá hinn slasaði kviknakinn á gólfinu fyrir framan uppþvottavélina og reyndist vera með stóra kúlu á höfðinu.
Eftir að hafa hlúð að þeim slasaða og aðstoðað hann við að finna föt, kom í ljós að hinn lúpulegi eiginmaður hafði verið í sturtu þegar bráðavandamál kom upp í uppþvottavélinni.
Maðurinn brást skjótt við og vippaði sér strax úr sturtunni til að gera við vélina. Þar tók ekki betra við. Þar sem hann sat á hækjum sér fyrir framan vélina sá kettlingur þeirra hjóna sér leik á borði og læsti klónum í hinn framtakssama eiginmann, á versta stað, og brá manninum svo mikið að hann rak höfuðið upp í borðplötu og steinrotaðist.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá þessu á facebooksíðu sinni.