Ríkisstjórnin ætti að setja fordæmi fyrir aðra með því að hætta við boðaða hækkun matarskatts og lækka gjaldskrár í stað þess að setja lækkun gjalda sem skilyrði fyrir því að aðrir geri slíkt hið sama í þágu verðstöðugleika. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Facebook-síðu sinni í dag.
„Ríkisstjórnin segir launafólki að samþykkja kjarasamninga með óljósum kjarabótum í þágu verðlagsstöðugleika. Ríkisstjórnin segir svo atvinnurekendum að lækka verð. Síðan hækkar hún gjaldskrár, boðar hærri matarskatt og segist ekki lækka gjöld nema aðrir standi fyrst við sitt! Hvað með að ríkisstjórnin gangi á undan með góðu fordæmi?“ segir hún.