Áfram hvasst í nótt og á morgun

mbl.is/Sigurður Ægisson

Ofsaveðrið (meðalvindhraði 28 m/sek eða meira) sem geisað hefur syðst á landinu nú síðdegis og í kvöld fer að ganga niður um miðnætti að sögn veðurfræðings. Áfram verður hvasst á þessu svæði í nótt og á morgun. Að sögn veðurfræðings verður hvassviðri annars staðar á landinu í nótt og á morgun.

Björgunarsveitafólk hefur aðstoðað ökumenn víða á Suður- og Suðvesturlandi í dag. Ökumenn sátu fastir á Hellisheiði og við Litlu kaffistofuna, sveitin í Vík í Mýrdal var kölluð út vegna bíls sem ók út af vegi rétt við afleggjarann að Heiðarbæ og rúta með ferðamönnum sat föst á Lyngdalsheiði.

Ökumanni rútunnar tókst að forðast árekstur við fólksbíl sem sat fastur á veginum en rútan sat föst eftir það. Farþegar rútunnar og bílstjóri hennar voru fluttir á Laugarvatn.

Björgunarsveitin Víkverji fergði þakplötur sem losnuðu af hlöðu við bæ við Vík í Mýrdal. Björgunarsveitin Tintron í Grímsnes- og Grafningshreppi dró upp rútu sem sat föst þversum á veginum fyrir Kaldárhöfða en hún var á leið að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum til að draga upp bíl sem sat þar fastur og hindraði mokstur.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert