Alsæl með tannbursta og tannkrem

Mikil eftirvænting greip um sig meðal barnanna á leikskólanum.
Mikil eftirvænting greip um sig meðal barnanna á leikskólanum. Mynd/Jól í skókassa
<span><span><span><span>„Að sjá gleðina í andlitum þeirra þegar þau opna pakkana, eftirvæntinguna og spenninginn þegar þau rétta út hendurnar og taka við skókössunum, það er alveg ólýsanlegt,“ segir Mjöll Þórarinsdóttir en hún, ásamt Þóru Jennýju Benónýsdóttur og Telmu Ýri Birgisdóttur, lagði leið sína til Úkraínu um áramótin og afhenti þar fátækum og munaðarlausum börnum skókassa með jólaglaðningi.</span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>Um er að ræða verkefnið Jól í skókassa sem var nú haldið í tíunda sinn. Verkefnið, sem er unnið í samstarfi KFUM og KFUK á Íslandi við KFUM í Úkraníu, gengur út á að fá fólk til að útbúa og gefa skókassa með jólaglaðningi fyrir fátæk og munaðarlaus börn í Úkraínu. Gjöfunum er þar dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og leikskóla, svo eitthvað sé nefnt.</span></span></span></span>

80% atvinnuleysi á svæðinu

<span>Í samtali við mbl.is segir Mjöll að þær hafi komið til Úkraníu, nánar tiltekið til héraðsins Kirovograd, þann 30. desember síðastliðinn en flesta úthlutunarstaðina má finna þar. Þeirra helsti tengiliður í Úkraínu, og sá sem veitti þeim gistingu, er presturinn Evheniy Zhabkovskiy, en hann er jafnframt formaður KFUM þar í landi.</span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>Mjöll segir að hátt í 80% atvinnuleysi sé á svæðinu og fátækt afar mikil. „Á gamlársdag fórum við í heimsókn í leikskóla á svæðinu. Það var þannig að ríkið og bærinn var hætt að styrkja skólann þannig að stjórnendurnir reiddu sig á frjáls framlög frá fólkinu sjálfu. Krakkarnir voru svona þriggja til sex ára gömul og öll búin að klæða sig í þjóðbúninga, eins og til dæmis buxur sem svipa til Aladdínbuxna og skrautlegar, útsaumaðar peysur,“ segir hún. Þau hafi meðal annars farið með ljóð og verið afar þakklát fyrir gjafirnar.</span></span></span></span>

Fela yfirleitt tilfinningarnar

<span>Þá lögðu þær stöllur einnig leið sína á munaðarleysingjaheimili þar sem börnin koma beint af götunni eða eru send þangað vegna þess að foreldrarnir hafa ekki tök á að sinna þeim. </span><span>„</span><span>Á þessu heimili eru þau í nokkra mánuði þar til úrræði finnast fyrir þau. Þau eru hamingjusöm að því leyti að þau fá mat og umönnun og það er til dæmis hiti í húsinu, en maður sér að mörg hver eru óörugg.</span><span>“</span> <span><br/></span> <span>Hún segir að börnin feli yfirleitt tilfinningarnar sínar en að glampi sjáist þó í augum þeirra þegar þau fái kassa. </span><span>„</span><span>Og gleðin tekur yfir þegar þau opna þá,</span><span>“</span><span> segir Mjöll.</span> <span><br/></span> <span>„Það er ekki óalgengt að ef börnin veikjast láti faðirinn sig hverfa. Hann bara höndlar það ekki. Oft eru börn sett á munaðarleysingjaheimili vegna þess að foreldrarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sinna veikum börnum. Meira að segja má finna börn með sykursýki á sumum munaðarleysingjaheimilum </span><span>þar sem það er of dýrt fyrir foreldrana að kaupa lyf fyrir þau.“</span><span> </span>

„Maður bara hristi hausinn“

<span><span><span><span>Mjöll segir að þær hafi heimsótt fleiri staði, til dæmis bóksafnið í bænum sem og barnaspítala. „Þar var aðbúnaður sem maður hreinlega skilur ekki að sé til. Þetta er svo fjarstætt okkur. Maður bara hristi hausinn.“</span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>Þær fóru einnig heim til nokkurra barna sem höfðu ekki tækifæri til þess að taka sjálf við gjöfunum vegna til dæmis veikinda. Mjöll segir að það hafi verið mjög athyglisvert að sjá heimili venjulegs fólks. Íbúðirnir séu afar litlar, í raun jafnstórar og venjuleg stofa á íslensku heimili, og búi margir í svokölluðum Rússablokkum, sem byggðar voru þegar Rússar réðu ríkjum í landinu. </span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>„Þær eru allar eins, allar níu hæða og geymdu lyftu sem rúmaði þrjá. Við þurftum oft að fara upp á níundu hæð og tókum þá lyftuna upp en vildum ekki fara niður með henni. Í staðinn hlupum við bara niður. Við sáum að það átti síðast að skoða lyfturnar árið 2011 eða 2012. Okkur leist nú ekki alveg á blikuna. En þetta sætti fólk sig við. Það hefur ekkert annað.“</span></span></span></span>

Alsæl með tannbursta og tannkrem

<span>Hún segir að heimsóknin til annars munaðarleysingjaheimilis en nefnt var hér fyrir ofan hafi verið afar minnisstæð. „Þar leið börnunum ofaslega vel og maður sá að þeim var vel sinnt. Það var líka svo gaman hjá þeim. Ég settist hjá þeim og þau fóru að sýna mér allt sem var í kössunum, þá sér í lagi tannbursta og tannkrem, húfur og vettlinga. Það fannst þeim merkilegast af öllu,“ segir Mjöll.</span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>„Svo sýndu þau mér kannski bílinn eða dúkkuna. Þetta finnst mér merkilegt vegna þess að íslenskum börnum finnst lítið spennandi að fá tannkrem eða tannbursta í skóinn, en þarna fengu börnin það í gjöf og voru alsæl. Ég tala nú ekki um ef það var mynd á tannkremstúpunni eða tannburstanum. Þá voru þau komin með nýtt leikfang.“</span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>Henni finnst einnig skemmtilegt hvað börnin voru spennt yfir pakka næsta barns. Þau séu forvitin og kíki í pakkana hjá hvert öðru.</span></span></span></span>

Tæplega 4.600 gjafir

<span>Að sögn Mjallar voru 4.586 gjafir sendar frá Íslandi fyrir jólin, en</span><span> þær hafa verið á bilinu fjögur til fimm þúsund undanfarin ár, eða um heill gámur sem búið er að fylla af gjöfum. </span> <span><br/></span> <span>Verkefnið, sem unnið er í sjálfboðavinnu, byrjaði sem lítið innanhússverkefni hjá KFUM og KFUK og spurðist síðan út. Fyrsta árið voru 500 kassar sendir til Úkraníu, ári síðar voru kassarnir orðnir 2.500, og nú er talið að vel yfir 35 þúsund gjafir hafi verið sendar frá Íslandi til Úkraínu í það heila.</span> <span><span><span><span><br/></span></span><span><span>„Við sjáum að gjafirnar eru að fara á réttu staðina, til barna sem virkilega þurfa á því að halda að fá smá gleði í líf sitt,“ segir Mjöll. „Þetta er í flestum tilvikum eina gjöfin </span></span></span></span><span>sem þau fá yfir árið.“</span> <span><br/></span> <span><a href="http://www.kfum.is/category/aeskulydsstarf/skokassar/">Heimasíða verkefnisins</a></span> <span><br/></span> <span><a href="https://www.facebook.com/skokassar">Facebook-síða verkefnisins</a></span> <span><span> </span></span>
Börnin á leikskólanum voru afar ánægð með gjafirnar.
Börnin á leikskólanum voru afar ánægð með gjafirnar. Mynd/Jól í skókassa
Gjöfunum var meðal annars dreift á barnaspítalanum, þar sem aðbúnaðurinn …
Gjöfunum var meðal annars dreift á barnaspítalanum, þar sem aðbúnaðurinn er vægast sagt slæmur. Mynd/Jól í skókassa
Hún var hæstánægð með gjöfina sína.
Hún var hæstánægð með gjöfina sína. Mynd/Jól í skókassa
Gleðin leyndi sér ekki hjá strákunum á munaðarleysingjaheimilinu.
Gleðin leyndi sér ekki hjá strákunum á munaðarleysingjaheimilinu. Mynd/Jól í skókassa
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert