Forráðamenn Brúneggja höfðu ráðgert að hækka verð á eggjum um 4,2% í byrjun árs til að mæta verðhækkunum á fóðri, umbúðum og öðrum aðföngum í framleiðslunni á undangengnum misserum.
Nú hefur verið fallið frá þessum fyrirætlunum og vill fyrirtækið þannig leggja sitt af mörkum til að tryggja sátt og samstöðu á vinnumarkaði og draga úr verðbólgu. Reynt verður að hagræða enn frekar í rekstrinum til þess að mæta auknum framleiðslukostnaði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Brúneggjum.