Jóhannes Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bíla Áttan á Smiðjuvegi 30 – sem er „gul gata“ – segist hafa glímt við bæjaryfirvöld í 30 ár til að fá húsanúmerum í hverfinu breytt þannig að auðveldara yrði fyrir viðskiptavini að finna fyrirtæki í hverfinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Kópavogsfrétta.
Einfalt sé að breyta þessu, að sögn Jóhannesar, með því einu að setja auðkennisnúmer á öll hús.
Jóhannes segir Smiðjuveg einu götuna á Íslandi þar sem stuðst sé við liti en ekki nöfn og númer. „Þetta er svo hundeinfalt,“ segir hann í viðtali við Kópavogsfréttir, en á vefnum er myndviðtal við Jóhannes.