Ríkið prentar peninga til þess að stemma stigum við fjárlagahalla ríkissjóðs. Verði ríkissjóður hallalaus í ár er hins vegar ólíklegt að verðbólga verði. Þetta segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Pétur segir að aðilar vinnumarkaðarins, sem horfi þessa dagana á sérhverja hækkun á vöruverði, ættu að hafa þetta í huga. Þeir ættu að horfa á framkvæmd fjárlaga og leggja áherslu á að fjáraukalög fyrir árið 2014 „verði fyrir ofan núllið. Þá verður ólíklega verðbólga.“