Fundað verður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis næstkomandi miðvikudag 15. janúar um Norðlingaölduveitu og verður fundurinn opinn fjölmiðlamönnum. Fundurinn hefst klukkan 9:00.
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, fór fram á það í byrjun mánaðarins að fundurinn yrði haldinn vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra, um að breyta rammaáætlun um verndun Þjórsárvera.
Að sögn Höskuldar Þórhallssonar, formanns nefndarinnar, hefur fulltrúum bandaríska dagblaðsins New York Times verið sérstaklega boðið að senda fulltrúa sína á fundinn vegna áhuga blaðsins á málefninu.