Bálhvasst á Stórhöfða

Stórhöfði
Stórhöfði mbl.is
Hífandi rok er á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en þar eru 33 metrar á sekúndu. Í hviðum fer vindurinn í 44 metra á sekúndu, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Áfram er gert ráð fyrir stormi við suður- og suðausturströndina og á miðhálendinu.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:
Austan- og norðaustanátt, víða 13-20, en 18-25 m/s syðst og við suðausturströndina. Snjókoma eða slydda með köflum suðaustan- og austantil, annars skýjað að mestu og stöku él. Hiti 0 til 5 stig við S-ströndina, annars um frostmark.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka