ÍLS gæti þurft yfir 9 milljarða framlag

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður mbl.is/Golli

Fyrirhuguð niðurfærsla verðtryggðra íbúðalána, hækkun raunverðs fasteigna, minnkandi vanskil og vaxtamunur á nýjum útlánum munu líklega draga úr fjárþörf Íbúðalánasjóðs næstu ár.

Sjóðurinn fær 4,5 milljarða í viðbótarframlag frá ríkinu í ár og er gert ráð fyrir sömu upphæð á næstu árum, alls níu milljörðum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gæti heildarupphæðin orðið hærri en jafnframt líka lægri.

Sigurður Erlingsson, forstjóri ÍLS, leggur áherslu á að sjóðurinn eigi nægt lausafé. Fjárþörfin sé komin til af tapi vegna verulegra vanskila og rekstrarkostnaðar fullnustueigna sem skila ekki tekjum. Eignir séu ekki seldar meðan ábúendur eigi ekki í önnur hús að venda.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, segir fulltrúa banka og leigjenda deila um kjör á húsaleigumarkaði á vettvangi samvinnuhóps húsnæðismálaráðherra. Vandinn sé mikill.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert