Kjör ekki bætt í gegnum skattkerfið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra sagði á Alþingi í dag að það væri ekki best að bæta kjör þeirra lægst­launuðu á Íslandi í gegn­um skatt­kerfið. Hann sagði að raun­veru­leg kjara­bót yrði til með auk­inni verðmæta­sköp­un.

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag, en þar spurði Katrín Jak­obs­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, Sig­mund út í breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu. Hún spurði hann einnig hvað stjórn­völd ætluðu að gera til að koma til móts við þá sem hafa lægst laun á Íslandi. 

„Hátt­virt­ur þingmaður spyr: Hvernig er best hægt að bæta kjör þeirra lægst­launuðu? Þar grein­ir okk­ur sjálfsagt á vegna þess að það er ekki best að bæta kjör þeirra lægst­launuðu í gegn­um skatt­kerfið. Áhrif­in af slík­um breyt­ing­um fyr­ir þá lægst­launuðu eru miklu minni en fyr­ir aðra. Þar verður að koma til raun­veru­leg kjara­bót, raun­veru­leg launa­hækk­un,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Hann sagði að raun­veru­leg launa­hækk­un yrði til með auk­inni verðmæta­sköp­un og með því að inn­leiða lög sem fælu í sér hvata til að greiða hærri laun „en ekki hindr­an­ir eins og við sáum allt of mikið af á síðasta kjör­tíma­bili, hindr­an­ir sem stuðla ekki að hærri launa­greiðslum, auk­inni vinnu eða auk­inni verðmæta­sköp­un held­ur þvert á móti. Í þessi felst grund­vall­ar­stefnumun­ur á nú­ver­andi rík­is­stjórn og þeirri síðustu. Við mun­um sjá það á næstu miss­er­um og árum hvor leiðin er bet­ur til þess fall­in að bæta kjör þeirra lægst­launuðu,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert