Hagfræðistofnun vinnur þessa dagana að úttektinni sem ríkisstjórnin fól henni að gera á stöðu viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu, ESB. Ekki fást nákvæmar upplýsingar um hvenær verkefninu lýkur en þegar því var ýtt úr vör var gengið út frá að lokaskýrsla Hagfræðistofnunar lægi fyrir um miðjan þennan mánuð.
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands vinnur að annarri úttekt á aðildarviðræðunum fyrir ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Von er á þeirri skýrslu í apríl.