Á stúdentagörðunum við Skógarveg býr eingöngu fjölskyldufólk, en íbúðirnar voru teknar í notkun árið 2010. Þrátt fyrir það er ýmislegt sem íbúar telja að mætti vera í betra ástandi. Gangstéttarhellur eru teknar að ganga til og sameiginleg rými eru ósnyrtileg og notuð sem geymslur.
Hermann Hermannsson, íbúi í stúdentaíbúðunum, segir ýmislegt við hönnun hússins og íbúðanna bera það með sér að hafa ekki verið hugsað fyrir barnafólk.