Ákveðið hefur verið að falla frá 3% hækkun sem varð á gjaldskrá Herjólfs í byrjun ársins til þess að sýna samstöðu með átaki SA og ASÍ í viðleitni þeirra til að halda verðbólgu niðri og tryggja stöðugleika.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs.
Þar segir að samningur um rekstur Herjólfs við Vegagerðina kveði á um breytingar á gjaldskrá einu sinni á ári sem tekur mið af verðlagsþróun ýmissa kostnaðarliða. Mikilvægt sé að ekki verði kostnaðarhækkanir á rekstrarliðum Herjólfs.