Tvær sérstakar umræður

mbl.is/Hjörtur

Tvær sérstakar umræður fara fram á Alþingi á morgun. Annars vegar um innflutning á landbúnaðarvörum og hins vegar um stöðu umsóknarinnar um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, er málshefjandi umræðunnar um innflutning á landbúnaðarvörum og hefst umræðan klukkan 11:00. Til svara verður Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Málshefjandi vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið er Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, en til svara verður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert