Geysisgjaldið talið óheimilt

Morgunblaðið/Ómar

Gjaldtaka af ferðamönnum sem koma á Geysissvæðið í Haukadal er ólögmæt. Þetta er mat sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytis sem hafa sent Landeigendafélagi Geysis ehf. erindi um þetta. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hyggjast landeigendur nú í sumar hefja innheimtu aðgöngugjalds af þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem á svæðið koma árlega. Þetta ætla þeir að gera í því skyni að standa straum af daglegri hirðu og umhverfisbótum, sem fylgja álagi á svæðið.

Í bréfi umhverfisráðuneytisins, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er vitnað til samráðs við ráðuneyti fjármála og bent á að ríkið sé eigandi helstu hvera á Geysissvæðinu sem og víðfeðms lands sem að því liggur. Einhliða ákvörðun landeigendafélagsins um gjaldtöku af þessum eigum ríksins eða rekstri á þeim teljist því ekki lögmæt.

Að mati ráðuneytisins er mikilvægt að gera átak í uppbyggingu innviða á Geysissvæðinu og marka stefnu um rekstur þess til framtíðar.

Er þar bent á að á vegum ráðuneyta og fleiri sé unnið að útfærslu leiða og til að koma upp aðstöðu á helstu ferðamannastöðum. Til að fjármagna slíkt hafa hugmyndir um svonefndan náttúrupassa verið í deiglu. Stefnan sé að mynda samræmt kerfi um gjaldtöku í stað þess að rukkað sé á sérhverjum stað.

Gjaldtaka að hefjast á Geysi

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka