Engin „óafturkræf“ aðlögun að ESB

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar

„Við feng­um það í fyrsta lagi samþykkt í aðild­ar­viðræðunum að ekki yrðu gerðar nein­ar óaft­ur­kræf­ar breyt­ing­ar í stofn­anaaðlög­un á aðild­ar­um­sókn­ar­ferl­is­tím­an­um. Það ligg­ur fyr­ir.“

Þetta sagði Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í morg­unút­varpi Rás­ar 2 í morg­un þar sem rætt var um um­sókn­ina um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið. Hann sagði að Íslend­ing­ar hefðu hins veg­ar þurft að leggja fram tíma­áætlan­ir um það með hvaða hætti regl­ur sam­bands­ins yrðu inn­leidd­ar ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn.

„Þannig var þetta út­fært á fjölda­mörg­um sviðum í aðild­ar­viðræðuferl­inu og við skul­um þá bara láta á það reyna ef ein­hverj­ar slík­ar kröf­ur koma fram um ein­hverj­ar óaft­ur­kræf­ar breyt­ing­ar. Ég varð aldrei var við þær,“ agði Árni. Í þætt­in­um tók­ust á þeir Árni og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Árni lagði áherslu á að um­sókn­ar­ferl­inu að Evr­ópu­sam­band­inu væri haldið áfram til þess að kom­ast að því hvers kon­ar samn­ing­ur væri í boði. Hann sagðist hafa skiln­ing á því sjón­ar­miði að til þess þyrfti rík­is­stjórn hlynnta inn­göngu en for­ystu­menn nú­ver­andi stjórn­ar­flokka hefðu hins veg­ar talað á þann veg fyr­ir kosn­ing­ar að hægt væri að kjósa þá og þjóðar­at­kvæði færi fram um fram­hald ferl­is­ins.

Ásmund­ur sagði ófært að halda áfram með um­sókn­ar­ferlið að Evr­ópu­sam­band­inu nema bæði sitj­andi rík­is­stjórn og þjóðin vildi ganga í sam­bandið. Hvor­ugt væri hins veg­ar raun­in eins og staðan væri í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert