Lækka eldsneytisverð

mbl.is/Sigurður Bogi

N1 reið á vaðið í dag og lækkaði verð á eldsneyti. Verð á bensíni lækkar um eina krónu og verð á dísilolíu um tvær krónur og níutíu aura. Atlantsolía fylgdi í kjölfarið og lækkaði verð. Skýring lækkunarinnar er lækkandi heimsmarkaðsverð, segir í tilkynningu frá N1.

Lítrinn af bensíni kostar nú 238,80 kr. hjá N1 og 238.50 hjá Atlantsolíu.

Hér má fylgjast með verði á eldsneyti hjá olíufélögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert