Heilbrigðiskerfið og barnaverndarkerfið eru algjörlega vanbúin til að takast á við vanda barna sem bæði greinast með geðraskanir og eru í fíkniefnaneyslu. Kerfið er í raun í lamasessi og stenst hvergi samanburð við það kerfi sem boðið er upp á annars staðar á Norðurlöndunum.
Þetta segir móðir drengs sem greindist ungur með Asperger-heilkennið og síðar með geðklofa. Hann byrjaði að fikta með fíkniefni áður en hann varð 13 ára, skömmu eftir að hann flutti heim frá útlöndum með fjölskyldu sinni. Þar með passaði hann ekki inn í íslenska kerfið.
„Stærstu mistök sem við höfum á ævinni gert voru að flytja heim,“ segir móðir hans.
Hún lýsir í Morgunblaðinu í dag baráttu við kerfi sem sé bæði illa skipulagt og vanmáttugt.
„Ég ráðlegg öllum foreldrum sem eiga börn sem greinast með geðraskanir eða byrja í fíkniefnum að flytja úr landi.“