Úr hjólastól á hestbak

Hestamannafélagið Hörður hefur um nokkurt skeið boðið fötluðum og þroskaheftum upp á reiðnámskeið. Þau voru hugsuð fyrir börn, en stór aldurshópur sækir námskeiðin.

Berglind Inga Árnadóttir heldur utan um námskeiðin, en auk hennar kemur hópur sjálfboðaliða að starfinu. Nefnd á vegum félagsins safnar styrkjum til að halda starfinu gangandi, auk þess sem nemendur úr Fjölbrautarskólanum í Mosfellsbæ fá einingar fyrir að aðstoða við námskeiðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka