Berrassaður maður í Hafnarstræti

Mikið um tilkynningar um hávaða í heimahúsum og fleira tengt …
Mikið um tilkynningar um hávaða í heimahúsum og fleira tengt ölvun. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu frá veitingahúsi í miðborginni um ofurölvi mann um sextugt, sem gengið hafði örna sinna inni á veitingastaðnum.

Maðurinn skildi buxur sínar eftir inni á veitingastaðnum og gekk berrassaður austur Hafnarstræti. Maðurinn var horfinn þegar lögreglumenn mættu á staðinn og fannst hann ekki.

Mikið var gera hjá lögreglunni í nótt og fékk hún margar tilkynningar um partýhávaða og fleira tengt ölvun.

Níu ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert