Ekki þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu

Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna.
Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég sé ekki ástæðu til þess," sagði Sigrún Magnús­dótt­ir, formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins, í þætti Gísla Marteins Bald­urs­son­ar, Sunnu­dags­morgni, þegar hún var spurð hvort efna ætti til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið.

„Við sögðum að við mynd­um aldrei ganga í Evr­ópu­sam­bandið nema að und­an­geng­inni kosn­ingu og við ætl­um ekk­ert að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Þannig að það þarf enga kosn­ingu“, sagði Sigrún í þætt­in­um.

Helgi Hjörv­ar, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar, var einnig gest­ur í þætt­in­um. Hann lýsti von­brigðum sín­um með af­stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þessu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert