Fjallgöngumennirnir óku á brott

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að bjarga manninum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að bjarga manninum. mbl.is/Árni Sæberg

Fjallgöngumaðurinn sem lenti í sjálfheldu á Hlöðufelli í gærkvöldi ók á brott ásamt félaga sínum eftir að honum tókst af sjálfsdáðum að komast niður af fjallinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Þar segir að í þann mund sem fyrstu björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar komu á staðinn kom í ljós að jeppi sem maðurinn og félagi hans voru á var farinn. Þyrlan fann jeppann á leið niður í Kaldadal, lenti hjá honum og gekk áhöfnin úr skugga um að maðurinn væri heill á húfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert