Fundað um næstu skref

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Rax / Ragnar Axelsson

„Það gæti komið til lok­ana á veg­um í kring­um Skaftá en það verður metið þegar líður á kvöldið,“ seg­ir Víðir Reyn­is­son, deild­ar­stjóri al­manna­varn­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, en rennsli Skaft­ár við Sveinstind hef­ur auk­ist síðasta sól­ar­hring og raf­leiðni einnig. Þess­ar at­hug­an­ir þýða að Skaft­ár­hlaup er hafið.

Al­manna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra fund­ar nú á síma­fundi með sér­fræðing­um Veður­stofu Íslands. Að sögn Víðis er nú verið að fara yfir stöðu mála og meta næstu skref.

„Í fyrra­málið, þegar bjart er orðið yfir jökl­in­um, verður vænt­an­lega flogið yfir svæðið til að fá staðfest­ingu á því úr hvor­um katli hlaupið kem­ur,“ seg­ir Víðir.

Flug­vél Land­helg­is­gæslu Íslands, TF-SIF, er í um­fangs­mik­illi skoðun og verður ekki flug­hæf út þenn­an mánuð. Aðspurður seg­ir Víðir hins veg­ar áformað að not­ast við þyrl­ur í eft­ir­lits­flug­inu.

„Það eru mæli­tæki uppi á jökl­in­um sem að vís­inda­menn hafa áhuga á að skoða. Það er því ákveðinn hent­ug­leiki að nota þyrlu ef af flug­inu verður.“

Varðstjóri lög­regl­unn­ar á Kirkju­bæj­arklaustri seg­ir í sam­tali við mbl.is að eng­in brenni­steinslykt sé í bæn­um. Aðspurður seg­ir hann næstu skref hjá sér vera þau að hafa sam­band við efstu bæi í Skaft­ár­tungu. Einnig er frí­stunda­byggð í Skaft­ár­dal og verður at­hugað með fólk þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert