Skaftárhlaup er hafið

Skaftá. Úr safni.
Skaftá. Úr safni. mbl.is/Jónas

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun, en rennsli Skaftár við Sveinstind hefur verið að aukast síðasta sólarhring og rafleiðni hefur einnig aukist. Þessar athuganir þýða að Skaftárhlaup er mjög líklega hafið. Rennslið við Sveinstind er nú um 370 m3/s.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að brennisteinslykt finnist í Skaftárhreppi. Einnig hefur borist staðfesting á að hlaupvatn hafi náð niður í byggð, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Hlaupið kemur líklegast úr vestari Skaftárkatlinum, sem síðast hljóp úr í september 2012. Það fæst ekki staðfest fyrr en með sjónrænni athugun úr flugi yfir katlana.

Möguleg vá

Upplýsa þarf almenning og erlenda ferðamenn um mögulega náttúruvá:

  • Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum.
  • Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.
  • Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. 
<h3>Bakgrunnur</h3>

Upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um 40 km undir jöklinum og síðan 20 km eftir farvegi Skaftár áður en það kemur að fyrsta vatnshæðarmæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Söfnunarhraði í katlana er nokkuð jafn, því er langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum eru jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Úr hvorum katli hleypur að jafnaði á tveggja ára fresti. Hámarksrennsli í hlaupum úr vestri katlinum hefur mest orðið um 900 m3/s, en venjulega á bilinu frá 200 til 700 m3/s. Vatn tekur nokkurn tíma að ná niður að þjóðvegi, en það mun flæða út á hraunið neðan Skálarheiðar. Útbreiðsla þess nær þó ekki hámarki fyrr en nokkru eftir að það tekur að draga úr rennsli við Sveinstind.

<h3>English version</h3>

<strong>Warning</strong>

Within the past 24 hours, the level of the Skaftá river at Sveinstindur has risen. Additionally electrical conductivity readings from the same location have increased. These observations signify that a glacial outburst flood (jökulhlaup) is in progress. It is likely that the flood originated from the western Skaftá ice cauldron, which last drained in September 2012; however this is unconfirmed until visual observations are made. The discharge of Skaftá at Sveinstindur is presently 370 m3/s.

Possible hazards:<br/><br/>

<ul> <li>Flood conditions are expected in Skaftá over the next two to three days. Some flooding of unpaved roads close to Skaftá is possible.</li> <li>Hydrogen sulphide is released from the floodwater as it drains from the Vatnajökull ice-cap. The gas is particularly potent at the ice margin, where concentrations will reach poisonous levels. Travellers must stay away from the edges of Skaftárjökull, Tungnaárjökull and Síðujökull while the flood occurs.</li> <li>Crevasses will develop rapidly around the ice cauldron, so travellers on Vatnajökull should stay away from the region, including the lower part of Skaftárjökull and Tungnárjökull, where floodwater could burst through the surface.</li> </ul>

<strong>Background</strong>

Floods in Skaftá are sourced from two ice cauldrons, formed due to persistent geothermal activity beneath Vatnajökull. On average, the cauldrons drain every two years, producing floods of up to 1,500 cubic metres per second. When the interval between floods is short the flood tends to be smaller. The eastern cauldron is responsible for the largest floods.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert