Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í morgun tilkynnt um innbrot í Brúarskóla í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skólastjóra Brúarskóla er málið minniháttar, ekki hafi miklu verið stolið eða miklar skemmdir verið unnar.
Björk Jónsdóttir, skólastjóri Brúarskóla, vildi raunar lítið um innbrotið ræða við blaðamann mbl.is og sagði að það væri ekki fréttamál.
Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum.