Stefnt að sameiginlegri yfirlýsingu

Frá leik Íslands og Austurríkis á EM.
Frá leik Íslands og Austurríkis á EM. AFP

Stefnt er að því að Handknattleikssamband Austurríkis og Handhnattleikssamband Íslands gefi út sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag vegna ummæla sem Björns Bragi Arnarsson, umsjónarmaður EM stofu hjá Ríkisútvarpinu, lét falla í hálfleik í leik Íslands gegn Austurríki síðastliðinn laugardag.

Frá þessu er greint í austurrískum fjölmiðlum í dag. Þar segir ennfremur að Handknattleikssamband Austurríkis áskilji sér allan rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða vegna málsins. Því sjónarmiði er á fréttavef austurríska blaðsins Krone að þó bæði Björn Bragi og Ríkisútvarpið hafi beðist afsökunar á ummælunum sé ekki hægt að láta þar við sitja.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), staðfestir í samtali við mbl.is að stefnt sé að sameiginlegri yfirlýsingu vegna málsins en handknattleikssamböndin tvö hafa verið í sambandi vegna málsins frá því í gær.

Ummælin sem Björn Bragi lét falla voru eftirfarandi: „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum.“

Frétt mbl.is: RÚV biðst afsökunar

Frétt mbl.is: Biðst afsökunar á ummælum sínum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert