„Hver er ábyrgð þeirra?“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það vakti hins vegar furðu mína að hvorki í fréttablöðum né heldur í fjölmiðlum hefur verið nefnt eða orðað hver ábyrgð þeirra er hér á landi sem afhenda eða láta af hendi brotajárn og spilliefni til einhverra útlendinga í þessu tilviki til að flytja úr landi. Hver er ábyrgð þeirra? Er hún engin?“

Þannig spurði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Vísaði hún þar til flutningaskipsins Just Mariiam sem statt er í Hafnarfjarðarhöfn. Skipið hefur verið að safna brotajárni og spilliefnum hér á landi en hefur ekki getað sýnt fram á tilskilin leyfi til þess.

„Er ekki vert að við og þeir þingmenn sem í umhverfis- og samgöngunefnd sitja kanni það og hvort hugsanlega einhver viðurlög séu við því að til séu fyrirtæki sem tilbúin eru að selja eða láta úr landi brotajárn og spilliefni sem kostar þá einhverja fjármuni að farga hér heima til að farga einhvers staðar annars staðar á kostnað annarra þjóða og annarra manna. Ég tel ábyrgð þeirra ekki minni en hinna sem safna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert