Landsvirkjun birti í dag markmið fyrirtækisins fyrir árið 2014 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð og opnar nýtt vefsvæði samfélagsábyrgðar á www.landsvirkjun.is. Á síðunni verður hægt að fylgjast með hvernig gengur að uppfylla markmiðin.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að samfélagsábyrgð hafi verið sérstakt forgangsverkefni hjá Landsvirkjun árið 2013 þar sem unnið hefur verið að innleiðingu á stefnu fyrirtækisins um samfélagsábyrgð.
Afraksturinn er nú gerður opinber með birtingu fjórtán markmiða sem fyrirtækið ætlar að uppfylla á árinu 2014. Markmiðasetningin og afrakstur hennar verður framvegis hluti af árlegri upplýsingagjöf fyrirtækisins og er aðgengileg öllum hagsmunaaðilum á vef fyrirtækisins, landsvirkjun.is.
Markmiðin fjórtán fyrir árið 2014 eru:
Markmiðin eru skilgreind innan sex áherslusviða samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun en þau eru: ábyrgir starfs- og stjórnarhættir, umhverfismál, ábyrgð í virðiskeðjunni, samfélagið, mannauðurinn og miðlun þekkingar. Nánar má skoða markmiðin og upplýsingar þeim tengd á:
www.landsvirkjun.is/samfelagogumhverfi/samfelagsabyrgd/markmid/
Árið 2011 setti Landsvirkjun sér stefnu um samfélagslega ábyrgð. Hún er að skapa arð, fara vel með auðlindir og umhverfi og stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins.
„Með árlegri markmiðasetningu sem við birtum opinberlega, viljum við tryggja að stefnumörkun okkar um samfélagsábyrgð sé framfylgt. Markmiðin eru öllum opin og geta hagsmunaaðilar fylgst með því hvernig okkur tekst að uppfylla þau á árinu 2014“, segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Þessi nýbreytni í upplýsingagjöf miðar að því að gera starfsemi fyrirtækisins gagnsærri og aðgengilegri fyrir hagsmunaaðila Landsvirkjunar.
Markmið samfélagsábyrgðar er að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækisins á samfélag og umhverfi og lágmarka neikvæð áhrif. Með þessu móti stígur Landsvirkjun jafnframt skref í að jafna áherslur umhverfis, samfélags og efnahags í starfseminni.