Norðmenn að einangrast

„Við rædd­um mjög op­in­skátt hver staðan er. Ég minnti að sjálf­sögðu á að mak­ríll­inn er í miklu magni í ís­lenskri lög­sögu og hef­ur verið það í nokk­ur ár,“ sagði Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra um fund sinn með Elisa­beth Asp­a­ker, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, en ráðherr­arn­ir hitt­ust á ráðstefnu um norður­slóðir í Tromsø í gær.

„Ég sagði að um­gang­ast þyrfti mak­ríl­stofn­inn af ábyrgð. Ég sagði líka að það væri sér­stök staða að Norðmenn virt­ust vera að ein­angr­ast í mál­inu og að það væri ekki gott fyr­ir málið í heild og síst fyr­ir Norðmenn,“ sagði Gunn­ar Bragi.

Ólík­legt að samn­ing­ar ná­ist

Samn­inga­nefnd­ir Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og ESB hefja þriggja daga fundalotu í London á morg­un, þar sem reynt verður til þraut­ar að ná samn­ingi í deil­unni. Gunn­ar Bragi á ekki von á að samn­ing­ar tak­ist.

„Ég er ekki mjög bjart­sýnn, enda kom fram að Norðmenn eru mjög harðir í af­stöðu sinni.“

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins var fundi samn­inga­nefnda Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og ESB í London sl. föstu­dag frestað þannig að norsku samn­inga­menn­irn­ir gætu leitað eft­ir nýju baklandi, eins og það var orðað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert