Vilja auka matvælaöryggi á Íslandi

Nýtt samstarfsverkefni íslenskra og þýskra stjórnvalda á að efla matvælaöryggi …
Nýtt samstarfsverkefni íslenskra og þýskra stjórnvalda á að efla matvælaöryggi og neytendavernd. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda, Örugg matvæli, hefur nú verið hrint úr vör. Megintilgangur þess er að auka matvælaöryggi og neytendavernd á Íslandi með því að auka vöktun á óæskilegum efnum í matvælum.

Örugg matvæli gerir íslenskum yfirvöldum, Matvælastofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna betur kleift að framfylgja löggjöf um matvælaöryggi og neytendavernd, sem hefur nú þegar verið innleidd í gegnum EES-samninginn.

Verkefnið felur í sér kaup og uppsetningu á rannsóknatækjum og þjálfun í faggiltum efnagreiningum og eftirlitsstörfum. Með bættum tækjabúnaði verður hægt að framkvæma mun fleiri mælingar innanlands en nú er s.s. mælingar á þörungaeitri í skelfiski og mælingu 300 varnarefna í matvælum í stað þeirra 60 sem nú eru mæld.

Verkefnið var upphaflega hluti af IPA-áætlun vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB en hefur nú verið hrint í framkvæmd í formi tvíhliða verkefnis milli þýskra og íslenskra stjórnvalda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert