Pólverjum fjölgaði um 790

Alls flutt­ust 1.570 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins en frá því í fyrra. Aðflutt­ir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar voru 3.920 en brott­flutt­ir 2.350. Til sam­an­b­urðar fluttu 3.150 ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar frá Íslandi en 3.110 til lands­ins í fyrra.

Pól­verj­ar eru sem fyrr fjöl­menn­ir í hópi inn­flytj­enda. Þannig fluttu hingað 1.310 pólsk­ir rík­is­borg­ar­ar í fyrra en 520 frá land­inu. Aðflutt­ir um­fram brott­flutta voru því 790, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um fólks­flutn­inga til og frá land­inu í Morg­un­blaðinu í dag.

Fjöldi Íslend­inga flutti til og frá Norður­lönd­um í fyrra. Héðan fluttu 720 ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar til Dan­merk­ur. Á móti fluttu 1.000 ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar heim frá Dan­mörku. Þessu var öf­ugt farið í Nor­egi. Þangað fluttu 990 ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar en 680 fluttu heim til Íslands frá Nor­egi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert