Alls fluttust 1.570 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því í fyrra. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 3.920 en brottfluttir 2.350. Til samanburðar fluttu 3.150 íslenskir ríkisborgarar frá Íslandi en 3.110 til landsins í fyrra.
Pólverjar eru sem fyrr fjölmennir í hópi innflytjenda. Þannig fluttu hingað 1.310 pólskir ríkisborgarar í fyrra en 520 frá landinu. Aðfluttir umfram brottflutta voru því 790, að því er fram kemur í umfjöllun um fólksflutninga til og frá landinu í Morgunblaðinu í dag.
Fjöldi Íslendinga flutti til og frá Norðurlöndum í fyrra. Héðan fluttu 720 íslenskir ríkisborgarar til Danmerkur. Á móti fluttu 1.000 íslenskir ríkisborgarar heim frá Danmörku. Þessu var öfugt farið í Noregi. Þangað fluttu 990 íslenskir ríkisborgarar en 680 fluttu heim til Íslands frá Noregi.