Rafiðnaðarmenn felldu samninginn

mbl.is/Brynjar Gauti

Í dag lauk talningu atkvæða úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Niðurstaðan var sú að kjarasamningurinn var felldur með 52,37% atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 24,3% en á kjörskrá voru samtals 2.688 félagsmenn og tóku því 653 félagsmenn þátt. Atkvæði skiptust með eftirfarandi hætti:

Já sögðu 46,10%
Nei sögðu 52,37%
Auðir og ógildir voru 1,53%

Í ljósi þessa mun samninganefnd RSÍ óska eftir fundi með Samtökum atvinnulífsins innan skamms og mun vísa deilunni til ríkissáttasemjara, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert