Ragnar Auðun Árnason sækist eftir 4.-5. sæti á valfundi Vinstri grænna í Reykjavík sem haldinn verður 15. febrúar næstkomandi.
Í tilkynningu segir að Ragnar hafi starfað með Vinstrihreyfingunni grænu framboði síðan 2009 og tekið að sér ýmis verkefni innan hreyfingarinnar, meðal annars setið í stjórn Ungra vinstri grænna frá árinu 2012.
Ragnar stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég tel að það vanti ungt og kraftmikið fólk í borgarstjórn. Nýjar raddir og nýjar hugmyndir. Helstu áherslur mínar munu vera í grunn- og leikskólamálum og samgöngumálum,“ segir í tilkynningunni.