Þarf að standa undir kostnaði

Pósturinn
Pósturinn

Pósturinn segir að ný verðskrá komi til vegna aukins kostnaðar, auk skyldu sem hvílir á fyrirtækinu að þjónusta þess standi undir kostnaði.

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að Íslandspóstur hóf um áramót að taka gjald fyrir það að „leita að reikningi“. Gjaldið er rukkað þegar opna þarf sendingu erlendis frá til að leita að reikningi. Bætist gjaldið við ákveðið tollmeðferðargjald sem lagt er á sendingar. Neytendasamtökin hvetja Íslandspóst til að hætta við þessa gjaldtöku.

„Ný verðskrá fyrir bréfapóst tók gildi hjá Póstinum um áramótin, en hún hafði verið óbreytt frá 1. júlí 2012. Um var að ræða verðbreytingu sem sótt var um til Póst- og fjarskiptastofnunar í september 2013 og samþykkt var 20. desember sl.  

Helstu ástæður fyrir verðskrárbreytingunni eru að bréfum hefur fækkað mikið á undanförnum árum, almennar verðhækkanir í rekstri fyrirtækisins, fjölgun íbúða sem hefur bein áhrif á kostnað dreifikerfis ásamt lagaskyldu Póstsins um að veita alþjónustu, en ekki hafa náðst fram breytingar á henni til hagræðingar, sem Pósturinn hefur lagt til.

Í ljósi markaðsstöðu Póstsins þarf við verðlagningu að taka mið að því að þjónusta standi undir kostnaði. Verðlag á póstburðargjöldum fyrir bréf innanlands á Íslandi hefur verið lægst af Norðurlöndunum og með því lægsta í Evrópu.

Umræða hefur verið um viðbótarþjónustur sem Pósturinn hefur verið að bjóða upp á frá því um áramótin. Flýtimeðferð er þjónusta fyrir þá sem vilja nálgast tollskyldar sendingar sínar fyrr, þ.e. að sending þeirra sé meðhöndluð hraðar en aðrar tollskyldar sendingar.

Önnur viðbótarþjónusta snýr að því að opna sendingar og finna reikninga, sé þess óskað, til að spara móttakanda tíma og fyrirhöfn. Báðar þessar þjónustur eru valfrjálsar og eru aukin þjónusta við þá viðskiptavini sem þess óska. Almenn verðskrá fyrir meðhöndlun sendinga hefur ekki hækkað.

Markmið Póstsins sem þjónustufyrirtækis í almannaeigu er að bjóða viðskiptavinum sínum góða þjónustu. Á sama tíma ber fyrirtækið þá skyldu gagnvart eigendum sínum, almenningi, að það sé vel rekið.

Að gefnu tilefni er vert að taka fram að Tollmiðlun er deild innan Póstsins og er ekki rekin af Tollstjóraembættinu,“ segir í tilkynningu frá Póstinum.

Skömmin er Íslandspósts

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka