Unga fólkið sækir í punga

Hrútspungarnir eru vinsælasti þorramaturinn og færist það sífellt í vöxt að yngri kynslóðin njóti tilheyrandi kræsinga á þessum tíma árs. Þetta segir Sigurður Fjeldsted, kjötstjóri kjötborðs Nóatúns í Grafarholtinu.

Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Bóndadagurinn er á föstudaginn og gerir Sigurður ráð fyrir að mikið verði að gera í versluninni um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert