Ekki um að ræða skuld ríkisins

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er hlutverk slitastjórna og kröfuhafa bankanna að semja um uppgjör þeirra. Íslenska ríkið hefur hins vegar ekki aðkomu að þeim viðræðum og mun ekki koma að þeim. Hins vegar ættu stjórnvöld í samskiptum við slitastjórnir. Það reyndi á ákveðið raunsæi hjá þeim við að finna lendingu í málinu.

Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar. Guðmundur rifjaði upp viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á fréttavef Bloomberg þar sem hann lýsti sömu sjónarmiðum. Furðaði Guðmundur sig á því að stjórnvöld ætluðu ekki að ræða við kröfuhafa bankanna.

Bjarni benti á að það væri ekki hlutverk ríkisins að ræða við kröfuhafa. Ekki væri um að ræða skuldir ríkisins. Hins vegar hefðu stjórnvöld verið í samskiptum við slitastjórnir bankanna til þess að heyra þeirra sjónarmið. Bæði til að mynda af hálfu Seðlabanka Íslands og honum sjálfum. Það væri hins vegar hlutverk slitastjórnanna að landa nauðasamningum í samstarfi við kröfuhafa sem líklegir væru til þess að ganga upp með hliðsjón af þeim gjaldeyrishöftum sem giltu í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert