Reykingamönnum fækkaði í fyrra

Ný bandarísk rannsókn sýnir að neikvæðum aukaverkunum og sjúkdómum af …
Ný bandarísk rannsókn sýnir að neikvæðum aukaverkunum og sjúkdómum af völdum reykinga fjölgar. mbl.is/afp

Færri reyktu í fyrra en árið þar á und­an. Árið 2012 reyktu 13,8% lands­manna dag­lega en sam­kvæmt nýrri skýrslu embætt­is land­lækn­is um tíðni reyk­inga árið 2013 hef­ur hlut­fallið lækkað nokkuð á milli ára.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Viðar Jens­son, verk­efna­stjóri tób­aksvarna hjá embætti land­lækn­is, það ánægju­legt að enn dragi úr dag­leg­um reyk­ing­um en á móti komi að aðeins auk­ist fjöldi þeirra sem segj­ast reykja öðru hverju.

Karl And­er­sen, hjarta­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, sit­ur m.a í fagráði í tób­aksvörn­um. Hann seg­ir að gott for­varn­astarf á Íslandi sé að skila sér núna í fækk­un dag­legra reyk­inga­manna en hann vill efla for­varn­ir enn frek­ar. Karl vill að síga­rettupakk­inn hækki veru­lega í verði, upp í allt að 4000 kr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka