Reykingamönnum fækkaði í fyrra

Ný bandarísk rannsókn sýnir að neikvæðum aukaverkunum og sjúkdómum af …
Ný bandarísk rannsókn sýnir að neikvæðum aukaverkunum og sjúkdómum af völdum reykinga fjölgar. mbl.is/afp

Færri reyktu í fyrra en árið þar á undan. Árið 2012 reyktu 13,8% landsmanna daglega en samkvæmt nýrri skýrslu embættis landlæknis um tíðni reykinga árið 2013 hefur hlutfallið lækkað nokkuð á milli ára.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, það ánægjulegt að enn dragi úr daglegum reykingum en á móti komi að aðeins aukist fjöldi þeirra sem segjast reykja öðru hverju.

Karl Andersen, hjartalæknir á Landspítalanum, situr m.a í fagráði í tóbaksvörnum. Hann segir að gott forvarnastarf á Íslandi sé að skila sér núna í fækkun daglegra reykingamanna en hann vill efla forvarnir enn frekar. Karl vill að sígarettupakkinn hækki verulega í verði, upp í allt að 4000 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka