Takmarka verðtryggingu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tillögur sérfræðinganefndar forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum sem kynntar voru í gær eru raunhæfar og ábyrgar að mati Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Hann hefur þó allan fyrirvara á að raunhæft verði að afnema verðtryggingu með öllu árið 2016 en nefndin leggur til að þá verði byrjað að undirbúa fullt afnám. „Við verðum að gaumgæfa það þegar sá tími rennur upp,“ segir Bjarni.

Nefndin leggur meðal annars til að Íslandslán, verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára, verði bönnuð. Hún telur hins vegar óvarlegt að afnema verðtrygginguna með öllu strax þar sem það gæti ógnað fjármálalegum stöðugleika.

Bjarni telur að vegna þess að ekki er verið að banna alfarið verðtryggð lán sé ekki ástæða til að hafa of miklar áhyggjur af áhrifum tillagnanna. Afar raunhæft sé að fylgja meginlínu þeirra og tímaáætlun. Hann sér fyrir sér að hægt verði að leggja fram frumvarp næsta vetur og nýta svo næstu tvö ár til að stíga frekari skref.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert