Takmarka verðtryggingu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Til­lög­ur sér­fræðinga­nefnd­ar for­sæt­is­ráðherra um af­nám verðtrygg­ing­ar á nýj­um neyt­endalán­um sem kynnt­ar voru í gær eru raun­hæf­ar og ábyrg­ar að mati Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra.

Hann hef­ur þó all­an fyr­ir­vara á að raun­hæft verði að af­nema verðtrygg­ingu með öllu árið 2016 en nefnd­in legg­ur til að þá verði byrjað að und­ir­búa fullt af­nám. „Við verðum að gaum­gæfa það þegar sá tími renn­ur upp,“ seg­ir Bjarni.

Nefnd­in legg­ur meðal ann­ars til að Íslands­lán, verðtryggð jafn­greiðslu­lán til 40 ára, verði bönnuð. Hún tel­ur hins veg­ar óvar­legt að af­nema verðtrygg­ing­una með öllu strax þar sem það gæti ógnað fjár­mála­leg­um stöðug­leika.

Bjarni tel­ur að vegna þess að ekki er verið að banna al­farið verðtryggð lán sé ekki ástæða til að hafa of mikl­ar áhyggj­ur af áhrif­um til­lagn­anna. Afar raun­hæft sé að fylgja meg­in­línu þeirra og tíma­áætl­un. Hann sér fyr­ir sér að hægt verði að leggja fram frum­varp næsta vet­ur og nýta svo næstu tvö ár til að stíga frek­ari skref.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert