Upprunamerkingar settar í sáttmála

AFP

Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin munu í dag undirrita sáttmála um upprunamerkingar matvæla.

Í fréttatilkynningu kemur fram að með undirrituninni klukkan 15 í dag verði formlega hleypt af stokkunum sameiginlegu átaki um bættar upprunamerkingar.

„Þar verður markmiðið að vekja almenning og fyrirtæki til umhugsunar um gildi þess að upprunamerkja mat. Takmarkið er að allar matvörur verði upprunamerktar þannig að neytendur velkist ekki í vafa um það hvar þær eru framleiddar og hvaðan hráefnið er fengið,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert