Vilja ferðamiðstöð með eldfjalli

Svona líta hugmyndateikningar að verslunar- og þjónustumiðstöð við Selfoss út. …
Svona líta hugmyndateikningar að verslunar- og þjónustumiðstöð við Selfoss út. Málið er komið á skrið.

Gatnamót ehf. áforma að byggja stóra þjónustu- og ferðamannamiðstöð við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar ofan við Selfoss. Ef áætlanir ganga eftir gætu framkvæmdir hafist síðar á þessu ári.

„Það er góður hljómgrunnur fyrir þessu verkefni og við höfum tryggt fjármögnun fyrsta áfanga verkefnisins og fengið vilyrði um fjármögnun fyrir þeim næsta,“ sagði Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Gatnamóta, í samtali við Morgunblaðið.

Áform þau sem Gatnamótamenn hafa eru í stuttu máli þau að reisa 10-12 þúsund fermetra byggingu á áðurnefndum stað; við þjóðbraut þvera. Undir þaki yrðu sýningar fyrir ferðamenn, m.a. eldfjalla- og landmótunarsýning, veitingastaðir auk þess sem stjórnendur þekktra fyrirtækja, bæði á sviði ferðaþjónustu og ýmsir þjónustuaðilar, hafa áhuga á að fá þarna inni fyrir sína starfsemi, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert