Óbreytt afstaða ríkisins

Eftir úrslit kosninga um kjarasamningana er aðeins hluti starfsmanna með …
Eftir úrslit kosninga um kjarasamningana er aðeins hluti starfsmanna með nýja kjarasamninga. mbl.is/Árni Sæberg

„Okkar afstaða er alveg óbreytt,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, um yfirstandandi kjaraviðræður við opinbera starfsmenn eftir að fjöldi launþegafélaga á almenna vinnumarkaðnum hafnaði nýjum kjarasamningi.

Ríkið mun áfram halda sig við það tilboð sem kynnt hefur verið sem er sambærilegt við kjarasamning SA og ASÍ-félaganna. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, er á öðru máli.

„Ríkið var búið að leggja svipaða útfærslu á borðið í okkar viðræðum og í samningunum hjá SA og ASÍ. Við lítum svo á að sú útfærsla og það tilboð sé bara út af borðinu. Það dettur engum heilvita manni í hug að semja út frá því núna þegar búið er að fella það víðast hvar í þjóðfélaginu,“ segir Árni Stefán í umfjöllun um stöðuna í kjaraviðræðunum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert