Of margir um hituna á litlum markaði

Starfsemi tveggja verslana á Selfossi verður hætt á næstu vikum og að minnsta kosti tvö önnur fyrirtæki þar í bæ eru til sölu. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri, nokkrum verslunum þar hefur verið lokað að undanförnu og eigendur fleiri þar í bæ ætla að skella í lás á næstunni.

En hvað veldur þessu almennt talað? Alkunna er að þegar harðna fer á dalnum þrauka kaupmenn fram yfir jól og áramót og fleyta rjómann af mestu kauptíðinni. Dugi það hins vegar ekki til að komast yfir hjallann þykir best að leggja árar í bát. Þetta er gömul saga og ný.

Á Selfossi hyggjast eigendur kvenfataverslunar, búðar sem selur hönnunarvörur og eigendur ísbúðarinnar rifa seglin, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert