Virða þarf réttindi frumbyggja

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hélt í dag ræðu um sjálfbæra þróun á Norðurslóðum á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurskautsmál sem þingflokkur jafnaðarmanna á Evrópuþinginu stóð fyrir í Helsinki. Meðal annarra ræðumanna voru Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, og Andres Tarand, fv. forsætisráðherra Eistlands.

Í ræðu sinni lagði Árni Páll áherslu á hina félagslegu vídd sjálfbærrar þróunar og minnti á að ekki væri nóg að gæta einungis að efnahagslegum og umhverfislegum þáttum, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Íbúar Norðurslóða yrðu að eiga sæti við borðið og réttindi frumbyggja virt þegar framtíð svæðisins væri ráðin. Jafnaðarmenn hefðu sérstöku hlutverki að gegna við að tvinna saman efnahagsleg tækifæri og tillit til félagslegra og umhverfislegra þátta og sögulegu hlutverki að gegna við að kveða niður afturgöngur landvinninga og heimsvaldastefnu. 

Mikilvægasta verkefnið væri að ná bindandi samningum um verndun úthafanna, um verndun líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurslóðum og um baráttu gegn súrnun hafanna og mengun þeirra. Án slíks ramma byði aukinn ágangur á þessar viðkvæmu slóðir hættunni heim. Brýnt væri að efla björgunar- og leitarstarf á Norður-Atlantshafi með alþjóðlegri samvinnu,“ segir ennfremur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka