Björgunaraðgerð á Drekavatni

Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið að Drekavatni, sem er austur af Þórisvatni, til að bjarga tveimur vélsleðamönnum sem fóru í gegnum krapa á vatninu. Ekkert amar að mönnunum en þeim hefur ekki tekist að komast upp úr krapanum,  samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Standa þeir á sleðunum og mun áhöfn þyrlunnar koma þeir til bjargar úr sjálfheldunni.

Björgunarsveitir eru einnig á leið á vettvang og munu þær annast flutning á sleðunum tveimur til byggða en þeir eru tveir saman á ferðalagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert