Geitur á ótroðnum slóðum

Ljósmynd/Guðrún Ágústsdóttir

„Ég hef nú ekki rek­ist á geit­ur í Kol­beins­dal áður, svo ég muni eft­ir,“ seg­ir Sig­urður Sig­urðsson en í vélsleðaferð um dal­inn síðastliðinn sunnu­dag rakst hann á tvær geit­ur, ásamt þrem­ur kiðling­um. „Mér sýnd­ist þær vera nokkuð illa farn­ar og skinnið al­veg farið af löpp­un­um á þeim,“ bæt­ir Sig­urður við. Hann tel­ur að mögu­lega hafi rjúpna­skytt­ur fælt geiturn­ar burt af heima­slóðum. 

Kol­beins­dal­ur er í aust­an­verðum Skagaf­irði og er Deild­ar­dal­ur næsti dal­ur fyr­ir norðan Kol­beins­dal. 

Bar kiðið á bak­inu niður fjallið

Geiturn­ar tvær eru í eigu Guðrún­ar Þór­unn­ar Ágústs­dótt­ur á Há­leggs­stöðum í Deild­ar­dal. Guðrún seg­ir að upp­runa­lega hafi hún saknað fimm geita, en þrjár þeirra hafi nú skilað sér. „Geiturn­ar hafa oft­ast bara verið hérna neðst í daln­um. Þess­ar geit­ur hafa lagt á sig ótrú­legt ferðalag til að kom­ast í Kol­beins­dal.“

Eitt kiðið skilaði sér heim, þegar í októ­ber. Það birt­ist of­ar­lega í fjall­inu og son­ur minn sem er 12 ára stökk og náði í það. Hann þurfti að bera það á bak­inu hluta leiðar­inn­ar því það var kom­in mik­il hálka og ís,“ seg­ir Guðrún. Hún seg­ir að haf­ur­inn hafi verið svo­lítið illa far­inn. „Það er eins og hann hafi rekið sig á eitt­hvað því hann var með bólgu um­hverf­is augað. 

Ljós­mynd/​Guðrún Ágústs­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert