Hitt væri trúverðugri samsæriskenning

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Ómar

„Það hefði í raun verið trú­verðugri sam­særis­kenn­ing að verið sé að refsa minni bönk­un­um,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra þegar rætt var um frískulda­markið og MP banka á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. 

Hann seg­ir mark­miðið hafa verið að hlífa minni fyr­ir­tækj­un­um, líkt og tíðkast í viðskipta­líf­inu, til dæm­is í sjáv­ar­út­vegi. Í raun mætti líta svo á að upp­hæð frískulda­marks­ins komi MP banka illa en sé ekki íviln­andi fyr­ir hann. Því sé ekki hægt að líta svo á að frískulda­markið sé sér­sniðið fyr­ir bank­ann. 

Aðspurður hvers vegna svo erfitt hafi reynst að skýra frá því hvaðan til­lag­an um 50 millj­arða frí­tekju­mark hafi komið, seg­ir hann það vera vegna óhefðbund­ins stíls Frosta Sig­ur­jóns­son­ar sem stjórn­mála­manns. „Frosti mæt­ir í viðtöl og leyf­ir sér að hugsa upp­hátt,“ sagði Sig­mund­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert