Hitt væri trúverðugri samsæriskenning

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Ómar

„Það hefði í raun verið trúverðugri samsæriskenning að verið sé að refsa minni bönkunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar rætt var um frískuldamarkið og MP banka á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 

Hann segir markmiðið hafa verið að hlífa minni fyrirtækjunum, líkt og tíðkast í viðskiptalífinu, til dæmis í sjávarútvegi. Í raun mætti líta svo á að upphæð frískuldamarksins komi MP banka illa en sé ekki ívilnandi fyrir hann. Því sé ekki hægt að líta svo á að frískuldamarkið sé sérsniðið fyrir bankann. 

Aðspurður hvers vegna svo erfitt hafi reynst að skýra frá því hvaðan tillagan um 50 milljarða frítekjumark hafi komið, segir hann það vera vegna óhefðbundins stíls Frosta Sigurjónssonar sem stjórnmálamanns. „Frosti mætir í viðtöl og leyfir sér að hugsa upphátt,“ sagði Sigmundur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert