Miklar landslagsbreytingar

Hop Breiðamerkurjökuls hefur á síðustu tíu árum verið það mikið …
Hop Breiðamerkurjökuls hefur á síðustu tíu árum verið það mikið að Jökulsárlón, sem liggur við rætur jökulsins, hefur stækkað gífurlega. Þegar myndir Loftmynda eru skoðaðar sést að stækkun lónsins jafngildir tvö- til þreföldu Seltjarnarnesi. Loftmyndir

Náttúra Íslands er síbreytileg og mikil umskipti verða oft á skömmum tíma þegar vindar, regn og veðurbreytingar herja á landið. Það á meðal annars við um færslu jökla, myndun lóna, uppgræðslu eða landbrot. Fyrirtækið Loftmyndir hefur síðustu ár tekið myndir úr lofti af öllu landinu og uppfærir þær á eins til átta ára fresti að meðaltali. Þegar myndir af sama stað eru bornar saman má sjá hversu miklar breytingar hafa orðið á ekki lengri tíma en einum áratug.

Hér að neðan er að finna þrjú dæmi um þær breytingar sem hafa átt sér stað á landinu, en um er að ræða hop Gígjökuls í Eyjafjallajökli, uppgræðslu lúpínu við Fagurhólsmýri í Öræfum og stækkun Jökulsárlóns.

Í kringum Fagurhólsmýri í Öræfum hefur dreifing lúpínu verið mikil …
Í kringum Fagurhólsmýri í Öræfum hefur dreifing lúpínu verið mikil síðasta áratuginn. Þetta sést mjög vel á meðfylgjandi myndum, en á seinni myndinni, frá árinu 2013, sést mikill grænn flekkur norðan við bæinn sem ekki var til staðar tíu árum áður. Um er að ræða á svæði sem er á bilinu fjórir til sex ferkílómetrar og sést berlega í ljós hversu þrautseig lúpínan er í nýju umhverfi. Lofmyndir
Í kringum Fagurhólsmýri í Öræfum hefur dreifing lúpínu verið mikil …
Í kringum Fagurhólsmýri í Öræfum hefur dreifing lúpínu verið mikil síðasta áratuginn. Þetta sést mjög vel á meðfylgjandi myndum, en á seinni myndinni, frá árinu 2013, sést mikill grænn flekkur norðan við bæinn sem ekki var til staðar tíu árum áður. Um er að ræða á svæði sem er á bilinu fjórir til sex ferkílómetrar og sést berlega í ljós hversu þrautseig lúpínan er í nýju umhverfi. Loftmyndir
Á leiðinni inn í Þórsmörk stoppuðu margir ferðamenn áður fyrr …
Á leiðinni inn í Þórsmörk stoppuðu margir ferðamenn áður fyrr við skriðjökulinn Gígjökul og lónið við rætur hans. Eins og sjá má á myndinni frá árinu 2000 teygir hann sig út meirihlutann af skálinni. Þegar jökullinn hóf að hopa varð til stórt lón í skálinni, en í dag hefur áin fundið sér greiðan farveg gegnum skálina og er lónið að öllu horfið. Loftmyndir
Loftmyndir
Á fyrri myndinni má sjá hvernig lónið leit út árið …
Á fyrri myndinni má sjá hvernig lónið leit út árið 2003. Þetta var tveimur til þremur árum eftir að hluti úr bandarísku kvikmyndunum Tomb Raider og James Bond: Die another day var tekinn upp við lónið. Breiðamerkurjökull teygði sig þá nokkuð langt inn á lónið, eins og sjá má á myndinni. Til að skynja stærðina er þó rétt að horfa til þess að brúin yfir útstreymið og bílastæðin við lónið eru neðst hægra megin á myndinni og láta ekki mikið yfir sér. Stærð lónsins á þessum tíma var því mjög mikil, en hin síðari ár hefur hop jökulsins verið það mikil að lónið hefur stækkað um marga tugi prósenta. Á myndinni frá síðasta ári má sjá jökullínuna eins og hún var tíu árum áður, en bæði er um mikla stækkun lónsins að ræða og nýtt landflæmi sem kemur í ljós undan jöklinum. Loftmyndir
Loftmyndir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert